Vilt þú glíma vel, rist þessa stafi á skó þinn með mannsbeini eða kjúku á þeim fæti sem þú glímir með og seg:

glimugaldrar1
"Sendi ég fjandann sjálfan í hans brjóst og bein sem við mig glímir, í þínu nafni Þór og Óðinn" og snú andliti til útnorðurs.

---

Gapaldur, Gapandi og Ginfaxi
glimugaldrar2Gapaldur
Rist þessa stafi á blað eða spjald og legg þá í skóna og mun þér þá ekki verða komið af fótum. Gapaldur skal vera undir hæl á hægra fæti en Ginfaxi undir tá á vinstra fæti og mæl:

Gapaldur undir hæl,
Ginfaxi undir tá,
Stattu hjá mér fjandi
því nú liggur mér á.


glimugaldrar3Ginfaxi
Einnig finnst þessi formáli með sömu stöfum:

Item rist á jarðtorfu mót vaxandi tungli með mathníf þínum og yfir döggva blóði þínu, lát svo í skó þína og mæl svo að rót vísu þessa:

Ginfaxi á hæl,
Gapandi á tá,
taktu á sem fyrri
því nú liggur á.

glimugaldrar4
Galdrastafurinn Gapandi og önnur gerð af galdrastafnum Ginfaxa

---

glimugaldrar5Viljirðu glíma við mann, rist þennan staf á kefli og heng yfir hann sofandi og mæl þetta fyrir:
"Særi þig og hrelli, svelli þig og felli sjálfur Óðinn með xxx, Frigg, ginfaxi, gapandi, verði þér aldrei vær vonda fýlan fyrr en Baldurs innsigli á brjóst þér kemur".


Mailing list

Restaurant Galdur