Galdrastafur til að vekja upp draugJoe Yogerts, greinahöfundur hjá Union Tribune sem er ferðamálarit og gefið út í San Diego í Bandaríkjunum, skrifaði grein um ferðalag sitt um Vestfirði fyrir nokkrum árum og heimsókn sína á Galdrasýninguna á Hólmavík. Honum þótti mikið til sýningarinnar koma og sérstaklega hafði áhrif á hann umfjöllun um uppvakninga á sýningunni. Hann vitnar í starfsmann Galdrasýningarinnar í greininni sem svarar spurningu greinarhöfundsins um hvort galdrar séu ennþá stundaðir á Ströndum á þá leið að því hefði lokið á 18. öld þó ævinlega hafi fylgt Strandamönnum sögur af galdrakunnáttu. Svo bætti hún sposklega við;  nú til dags köllum við það bara ekki galdur. Þessa skemmtilegu grein Joe Yogerts er hægt að lesa á ensku með því að smella hér.
 

Mailing list

Restaurant Galdur