Í allan vetur fyrir hópa

Hin stórskemmtilega sagnadagskrá Álfar og tröll og ósköpin öll verður á fjölunum á Galdraloftinu á Hólmavík í allan vetur. Hægt er að panta dagskrána fyrir hópa hvenær sem er. Strandagaldur getur aðstoðað við skipulagningu og gistingu á Hólmavík ef með þarf og séð til þess að allir hafi það gott. Tilvalið fyrir lítil sem smá fyrirtæki að koma starfsfólki sínu skemmtilega á óvart. Eða jafnvel sem skemmtiferð fyrir hverskyns klúbba eða sérvitringa. Heimsókn á Strandir að vetrarlagi er ekki síður ævintýri en á öðrum tímum árs. Sannaðu til, og hafðu samband.

Mailing list

Restaurant Galdur