Grasið Grídus er með ljósbláum legg og dökkbláu höfði. Það á að taka á Jónsmessunótt gömlu og vökva í helguðu messuvíni.
Síðan á að láta það í dauðs manns leiði og láta það liggja þar þrjár nætur, þá skal láta það liggja hjá 63. Davíðssálmi aðrar þrjár nætur og geyma síðan í hveiti og hvítum dúk.
Ef maður vill ráða draumum sínum á að leggja það undir hægri arm sinn.
© 2000-2014 - Strandagaldur ses - Höfðagata 8-10 - 510 Hólmavík - galdrasyning@holmavik.is - Sími/Tel: 897 6525