Hjónagras

Hjónagras hefur tvær rætur, aðra þykka en hina granna. Þykkri rótin örvar til ásta en hin grennri til hreinlífis.

Þetta gras er einnig kallað Brönugras, elskugras, Friggjargras, graðrót og vinagras. Friggjargras var talið vekja losta og ástir á milli karls og konu og stilla ósamlynd hjón ef þau sváfu á því.

Í Færeyjum og Svíþjóð var þetta gras gefið daufum og fjörlausum törfum til að örva þá til kúnna. Brönugras ku líka vera gott til að snúa hug kvenna.

Ef karlmaður laumar því undir höfðalag stúlku svo hún sofi á því óvitandi, fær hún ást á honum.

Mailing list