Maríuvöndur

Maríuvöndur vex í kirkjugörðum þar sem jörð er þurr og er einnig kallað hulinhjálmgras.

Það á að taka um messutíma en áður á að stökkva vígðu vatni á það. Berar hendur mega ekki snerta það, þá má sól ekki skína á það. Síðan á að geyma það í hvítu silki og helguðu messuklæði.

 

Ef maður vill gera sig ósýnilegan á að gera kross í kring um sig í fjórar áttir og bregða síðan yfir sig grasinu.

Mailing list