Mjaðurt

Mjaðurt var notuð til að vita hver hefði stolið frá manni. Hana átti að taka á Jónsmessunótt, láta hreint vatn í mundlaug og leggja jurtina á vatnið.

 

Fljóti hún er þjófurinn kvenmaður en drengur ef hún sekkur. Skugginn af jurtinni sýnir hver maðurinn er.

 

Þar við á að lesa þennan formála: „Þjófur ég stefni þér heim aftur með þann stuld er þú stalst frá mér með svo sterkri stefnu sem guð stefndi djöflinum úr paradís í helvíti.“

Mailing list