Galdra-Loftur

Loftur Þorsteinsson sá sem víðfrægur er í þjóðsögum og bókmenntum mun hafa dvalið í æsku hjá Þormóði í Gvendareyjum á Breiðafirði, en Þormóður var talinn fjölkunnugur eins og greint er frá í þjóðsögum. Hann hefur verið í Hólaskóla um 1720 en víst er talið að hann lauk ekki skólanámi og að líkindum varð hann ekki gamall og endaði ævi sína á Vesturlandi. Það var hins vegar Norðanlands sem þjóðsagan um hann þróaðist í þá mynd sem við þekkjum í dag. Hins vegar var ekki óalgengt að skólasveinar stunduðu kukl og nokkrir þeirra sem voru samtíða Lofti á Hólum voru síðar taldir fjölkunnugir.

Mailing list