Galdra-Manga

Margrét Þórðardóttir (d. 1726) var að öllum líkindum dóttir Þórðar Guðbrandssonar sem brenndur var í Trékyllisvík 1654. Stuttu síðar var Margrét kærð fyrir galdra en hún strauk þá úr sveitinni. Lýst var eftir henni á alþingi, en um 1660 hefur verið komið í ljós að hún dvaldi í Grunnavíkurhreppi í skjóli séra Tómasar Þórðarsonar. Margréti var þá dæmdur tylftareiður sem hún kom fram á Kirkjubóli í Steingrímsfirði 1662.

Til eru fjölmargar þjóðsögur um Galdra-Möngu og er hún þar öll önnur persóna en samtímaheimildir greina frá. Samkvæmt þjóðsögum á henni að hafa verið drekkt í Möngufossi á Snæfjallaströnd en hún varð allra kerlinga elst.

Mailing list