Stokkseyrar-Dísa

Árið 1709 fundust tvær galdraskræður í fjörunni á Stokkseyri og á þær voru páruð nöfnin Þórdís Markúsdóttir og Markús Guðmundsson. Skræðurnar, sem innihéldu forskriftir og „óvenjulega charcteribus“ en auk þess lækningaráð og kvæði, voru færð til alþingis árið eftir og sýslumanni falið að rannsaka málið.

Það kom svo aftur fyrir þing 1711 þar sem Eyvindi þeim sem fann kverin var skipað að sverja eið fyrir þau, en svo virðist sem Þórdís hafi álitið hann hafa merkt þau þeim Þórdísi og Markúsi. Þau síðarnefndu áttu síðan að sverja eið fyrir að hafa hvorki átt kverin né brúkað. Allar líkur eru á að þeim hafi tekist að koma fram eiðunum, en af Þórdísi fór síðan mikið galdraorð eins og kemur fram í þjóðsögum.


Mailing list