Eggert Björnsson - sýslumaður

Eggert Björnsson (1612-1681) var sonur Björns Magnússonar sýslumanns á Bæ á Rauðasandi og fyrri konu hans Sigríðar Daðadóttur. Eggert var sýslumaður í Vestur-Barðastrandarsýslu og hélt henni til dauðadags. Hann var búsýslu- og fjáraflamaður mikill enda var hann auðugur mjög.

Eggert var mjög eftirgangssamur í galdramálum, enda stóðu þau honum nærri þar sem séra Páll í Selárdal var hálfbróðir hans. Hlutur Eggerts í galdraofsóknunum á 17. öld virðist hafa verið vanmetinn af fræðimönnum, en ljóst er af heimildum að hann hefur gengið afar hart fram í að fá meinta galdramenn dæmda á bálið og samtímamenn hans telja hann oft hafa farið offari.

Sjá Selárdalsmál.

Mailing list