Séra Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson (1568-1647) á mikinn þátt í að galdrafárið evrópska barst til Íslands. Hann lærði í Hólaskóla og í Kaupmannahöfn, gerðist síðan rektor á Hólum og þýddi þar guðsorðabækur fyrir frænda sinn Guðbrand biskup.

Guðmundur var prestur á Snæfellsnesi þegar Jón lærði dvaldi þar og gegn lækningum Jóns ritaði hann Hugrás sem fullu nafni heitir „In versutias serpentis recti et tortuosi, það er lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins, sem stundum gengur réttur, stundum hlykkjóttur, að spilla mannkynsins sáluhjálp.“

Fyrri hluti Hugrásar er almennt um galdra samkvæmt kennisetningum kirkjunnar en þeim síðari er beint gegn Jóni. Guðmundur segir frá því að í Kaupmannahöfn 1589 hafi hann séð 13 nornir brenndar í einu og saknar þess greinilega að slíkt gerist ekki á Íslandi.

Mailing list