Jón Eggertsson - klausturhaldari

Jón Eggertsson (1643-1689) var af Svalbarðsætt, lærði heima og framaðist síðan erlendis. Hann fékk fógetaveitingu fyrir Möðruvallaklaustri en sonur Hólabiskups fékk sömu jörð og konungsumboð úr hendi hirðstjóra litlu síðar. Eftir þetta átti Jón í stöðugum erjum við valdamenn landsins, biskupa, lögmenn og sýslumenn í mörg ár. Hann var ákærður fyrir að hafa skrifað galdrakver og var talið að kona hans, Sigríður stórráða aðstoðaði mann sinn með gjörningum þegar hún gat. Á endanum hélt Jón til Kaupmannahafnar og sat þar í fangelsi í nokkur ár.

Þegar hann var loks laus úr málaflækjunum hélt hann til Svíþjóðar en hann hafði áður safnað handritum fyrir Svía í trássi við fyrirmæli Danakonungs. Eftir Jón liggja ýmis handrit í söfnum í Svíþjóð og þar á meðal mörg sem hann skrifaði sjálfur.

Mailing list