Meira um viskubrunn Galdrasýningar á Ströndum
Sunday, 06 November 2005 17:25
Written by Strandagaldur
Heimilda hefur jafnt verið leitað á handritasöfnum og í prentuðum ritum og bæði hér á landi og erlendis. Býsna margt athyglisvert hefur komið upp úr krafsinu. Á sýningunni sjálfri er aðeins brot af afrakstrinum, enda hentar sumt mun betur í bókarformi. Strandagaldur mun standa að útgáfu á ýmsum ritum frá og um 17. öld, ásamt því að halda úti þessum Viskubrunni á vefnum.
Við vonumst til að fólk njóti og hafi gaman af heimsókninni, hvort heldur sem er á sýningarnar á Hólmavík og í Bjarnarfirði eða hér á vefnum.
Heimildaöflun, rannsóknarvinna og ritun:
Björk Bjarnadóttir, þjóðfræðingur
Jón Jónsson, þjóðfræðingur
Magnús Rafnsson, sagnfræðingur
Rakel Pálsdóttir, þjóðfræðingur
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri
Aðrir sem komu að rannsóknarvinnu:
Pétur Jónsson, sagnfræðingur
Valdimar Tr. Hafstein, þjóðfræðingur
© Strandagaldur
Öllum er leyfilegt að nýta og vitna í texta í Viskubrunninum að vild, svo framarlega sem heimilda er getið.