Jón Vídalín - biskup

Image
Jón Vídalín
Jón Vídalín (1666-1720) var sonarsonur Arngríms lærða. Hann nam hjá nokkrum prestum, m.a. séra Páli Björnssyni í Selárdal. Þegar hann var 21 árs sigldi hann til Kaupmannahafnar og lærði þar guðfræði og heimspeki, en eyddi einnig tveim árum sem sjóliði í danska flotanum. Árið 1698 vígðist hann til biskups, en hafði áður m.a. verið kirkjuprestur í Skálholti. Á biskupsstóli þótti hann siðavandur í kirkjustjórn og duglegur framkvæmda- og umbótamaður. Hann var ásamt Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi einn helsti fulltrúi hinnar lúthersku rétttrúnaðarstefnu sem var ríkjandi stefna hér á landi fram á 18. öld.

Jón samdi Vídalínspostillu sem er safn prédikana eða húslestra fyrir alla helgidaga ársins. Í Postillunni ávítar Jón menn fyrir syndir og leitast við að efla daglega guðrækni manna og útmálar í því skyni reiði Guðs og ógnir vítis af mikilli innlifun og snilld.

Mailing list