Magnús Magnússon - sýslumaður

Magnús Magnússon (1630-1704) var sonur Magnúsar Jónssonar sýslumanns í Miðhlíð og konu hans Þórunnar Þorleifsdóttur. Hann lærði ekki í Latínuskóla en fór utan 1648 og komst í þjónustu Hans Nansen yfirborgmeistara í Kaupmannahöfn. Magnús fékk hálfa Ísafjarðarsýslu 1653 og hélt henni með hléum til 1688. Hann bjó á Eyri í Seyðisfirði frá 1653 til æviloka.

Magnús var mikill fræðimaður, samdi m.a. Eyrarannál, jarðabók, tíndi saman dóma og sumsstaðar er honum eignuð lækningabók, grasabók og plánetubók.

Magnús dæmdi í fjölmörgum galdramálum, ma. var hann annar tveggja dómara í Kirkjubólsmálinu og hlaut nokkur ámæli þegar Þórarinn á Birnustöðum slapp úr haldi hans.

Mailing list