Páll Vídalín - lögmaður

Páll Vídalín (1667-1727) var samstarfsmaður Árna Magnússonar við Jarðabókina og og annað sem Jarðabókarnefndin hafði á sinni könnu. Átti m.a. þátt í greinargerðinni um galdramál Ara Pálssonar.

Páll var rektor Skálholtsskóla og síðan lengst af sýslumaður í Dalasýslu, en einnig um tíma í Strandasýslu. Hann varð lögmaður 1705 en lenti í miklum málaferlum í framhaldi af skýrslum þeirra Árna, m.a. við Odd Sigurðsson lögmann. Fyrir bragðið var honum vikið úr lögmannsembætti um tíma. Hann var vitur maður, fróður um lög- og fornfræði og skáld gott bæði á íslensku og latínu.

Mailing list