Vilhjálmur Arnfinnsson - Galdra-Vilki

Vilhjálmur Arnfinnsson (d. 1675) bjó á Þóroddsstöðum í Hrútafirði og var um tíma umboðsmaður Þorleifs Kortssonar og síðan sýslumaður Strandamanna. Fáar sögur fara af Vilhjálmi en hann var álitinn fjölkunnugur og almennt nefndur Galdra-Vilki.

Bogi Benediktsson segir í Sýslumannsæfum að flestir afkomendur hans hafi orðið ólánsmenn eða aumingjar og víst er að Guðmundur sonur hans sýnist hafa verið ofstopamaður og prestur hans vildi meina að með göldrum hefði hann valdið fótbroti sínu.

Mailing list