Egill Bjarnason - brenndur 1654

Við rannsóknina á Þórði Guðbrandssyni í Trékyllisvík kom í ljós að fleiri en hann voru grunsamlegir í sveitinni. Beindist athyglin þá fyrst og fremst að Agli nokkrum Bjarnasyni. Var hann handtekinn, settur í járn og í framhaldi af því játaði hann að hafa lagt lag sitt við djöfulinn með ristingum, blóðvökum og naglaskurði og gert sáttmála við djöfulinn svo hann þyrfti ekki annað en skipa honum fyrir það sem hann vildi láta hann gera. Með slíkri fjölkynngi og fordæðuskap kvaðst hann hafa drepið sauði fyrir bændum í Hlíðarhúsum og á Kjörvogi.

Eftir þessum játningum var Egill dæmdur og brenndur með Þórði Guðbrandssyni í Kistu í Trékyllisvík, Strandasýslu.
Sjá einnig: Undrin í Trékyllisvík.

Mailing list