Jón Jónsson eldri - brenndur 1656

Síra Jón Magnússon sem kallaður var þumlungur, prestur á Eyri í Skutulsfirði, sótti þá feðgana Jón og Jón Jónssyni frá Kirkjubóli til saka fyrir að vera valdir að veikindum sínum og djöfullegum ásóknum. Eftir nokkurra mánaða varðhald játuðu feðgarnir á sig ýmiskonar kukl á þingi á Eyri, en þangað voru þeir fluttir í járnum. Jón eldri viðurkenndi að hafa haft tvær skræður undir höndum, skemmt kú, farið með tóustefnu aðstoðað son sinn við kukl og valdið veikleika prests með særingum.

Jón eldri var dæmdur til dauða og brenndur í apríl 1656, en prestur fékk skaðabætur af fé og eignum þeirra feðga.

Þeir voru brenndir á Kirkjubóli í Skutulsfirði.
Sjá einnig: Kirkjubólsmál.

Mailing list