Jón Jónsson yngri - brenndur 1656

Jón yngri viðurkenndi á sig ýmislegt fleira en faðir hans áður en þeir voru brenndir.

Fyrst sagði hann frá misheppnuðu kukli sínu og að hafa klippt Salómons innsigli á kálfskinn til að lækna kú og þá hafi djöfullinn komið til hans í svefni. Meðal annars sem hann viðurkenndi var að hafa rist dóttur prests fretrúnir og reynt að ná ástum hennar með galdrastöfum, að hafa brúkað glímustafi og kveisustafi, að eiga þátt í veikindum séra Jóns og fleira.
Sjá einnig: Kirkjubólsmál.

Mailing list