Erlendur Eyjólfsson - brenndur 1669

Fyrir dauða sinn hélt Jón Leifsson því fram að Erlendur nokkur Eyjólfsson, sem ein heimild segir að hafi verið af Ströndum, hefði kennt sér galdur.

Af þessu tilefni mun sr. Páll hafa sent bréf til lögmannanna Þorleifs Kortssonar og Sigurðar Jónssonar, þar sem hann lýsir Jón valdan að „öllum þeim kvalafeiknum" sem yfir heimili hans hafi gengið, og lýsir því yfir að „hans skólameistari" hafi kennt honum hvernig átti að bera sig að. Erlendur sé „sekkur djöfulsins, úr hverjum lekur það, hver vondur girnist, meistari þeirra, sem lært hafa og læra vilja, uppsprettubrunnur alls djöfuls í þeirri sveit."

Varla var við öðru að búast en að slík orð úr þessari átt hefðu áhrif og Erlendur var brenndur í Vesturhópi í Húnavatnssýslu sama ár eftir að hafa gengist við að hafa framið fjölkynngi og kennt öðrum.
Sjá einnig: Selárdalsmál.

Mailing list