Sigurður Jónsson - brenndur 1671

Sigurður Jónsson úr Ögurhreppi var ákærður fyrir að hafa valdið sjúkleika bóndakonu einnar í Ísafjarðardjúpi.

Viðurkenndi hann galdur og sagði svo frá að fyrst hefði hann notað gráurt við galdur sinn en það hefði ekki hrifið. Þá hefði hann notað vallhumal sem hann notaði með kvikasilfri úr fjöðurstaf og sæði sínu ásamt staf sem hann risti á eikarspjald og versi sem hann orti sjálfur.

Einnig sagðist hann eitt sinn hafa mætt sendingu og hafa varið sig með særingum og formælingum, en lagðist loks niður, greip græðisvepp, lét drjúpa í hann tvo blóðdropa og snaraði í kjaftinn á andskotanum sem að honum sótti.

Sigurður var gripinn í Vigur í Ísafjarðardjúpi og brenndur á Þingvöllum.

Mailing list