Böðvar Þorsteinsson - brenndur 1674

Sama dag og Páll Oddsson bóndi í Ánastaðakoti var brenndur fór einnig á bálið Böðvar Þorsteinsson frá Snæfellsnesi.

Böðvar þessi var margorðaður við galdur. Upphaf málsins var á þá leið að um veturinn þegar hann reri í Gufuskálum hafði hann uppi gaspur um kukl sitt og dag einn gengu menn á hann og spurðu hvort hann hefði verið valdur að aflabresti á skipi séra Björns Snæbjörnssonar prófasts. Svaraði hann því játandi. Séra Björn kærði hann þá fyrir galdur og gekkst Böðvar við honum. Seinna dró hann játninguna til baka en ekki var talið vert að taka mark á því og var Böðvar brenndur á Þingvöllum.

Mailing list