Bjarni Bjarnason - brenndur 1677

Bjarni Bjarnason var vestan úr Breiðadal í Önundarfirði. Ingibjörg Pálsdóttir kona Bjarna Jónssonar á Hafurshesti í Önundarfirði vildi meina að Bjarni væri valdur að veikindum sem hún átti í sjö ár. Þegar Bjarni, sem var langryktaður um galdur, var ákærður versnaði Ingibjörgu og dó hún áður en málið var útkljáð.

Bjarni viðurkenndi að hafa haft um hönd galdrastafi og engir eiðamenn fundust sem vildu sverja hann saklausan. Málið var sent Þorleifi Kortssyni sem sendi það áfram til þings. Lögmenn og lögréttumenn fundu engar málsvarnir og var Bjarni brenndur á báli á Þingvöllum þann 4. júlí í margra manna viðurvist.

Mailing list