Stefán Grímsson - brenndur 1678

Stefán Grímsson var kallaður drengmenni og talinn borgfirskur að kyni. Stefán var m.a. ákærður fyrir skemmd á átta kúm og nytmissi en eftir að dómur var genginn játaði hann á sig ýmis brot, m.a. hórdómsbrot og að hafa borið glímustaf í skó sínum en ekkert af því sem hann var dæmdur fyrir.

Við málaferlin voru nefnd tengsl við mál Árna prests Jónssonar sem strauk af landi brott áður en mál hans var tekið fyrir af prestastefnu.

Stefán var brenndur í Húnavatnssýslu strax eftir réttarhöldin.

Mailing list