Ari Pálsson - brenndur 1681

Upphaf máls Ara má rekja til Þorkötlu Snæbjarnardóttur, systur Björns á Staðastað sem átti þátt í að koma Böðvari Þorsteinssyni á bálið fáum árum fyrr.

Hún kærði Ara og á heimili hennar fannst galdraspjald sem talið var að hann hefði skilið þar eftir. Við rannsókn á málinu voru vitnisburðir mjög Ara í óhag en margir létu uppi grun um að hann myndi valdur að veikindum fólks.

Hann var dæmdur sekur og þegar honum var veitt hinsta sakramenti meðgekk hann að hafa farið með óleyfilega fjölkynngi, bæði haft um hönd kotruvers og grennslast fyrir um það hvort konur væru óspilltar meyjar.

Hann var brenndur á Þingvöllum og keyptu ýmsir fyrirmenn föt hans því hann var kallaður hreppstjórinn prúðbúni.

Í skýrslum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn um réttarfar á Íslandi er þetta mál rakið og talið augljóst að framið hafi verið dómsmorð, enda allur málatilbúnaður meingallaður.

Mailing list