Sveinn Árnason - brenndur 1683

„Þann ....ris var Sveinn Árnason brenndur á Nauteyri (eptir þing þar afstaðið og haldið 4. dag sama mánaðar af lögmanninum herra Magnúsi Jónssyni) fyrir galdraáburð prófastsins séra Sigurðar Jónssonar."

Höfundur þessarar annálsgreinar var téður Sigurður Jónsson en sakarefni Sveins var að hafa valdið veikindum prófastfrúarinnar Helgu dóttur Páls í Selárdal.

Helga var þekkt fyrir drykkjuskap, en fátt er vitað fyrir víst um gang þessa máls. Réttara mun vera að Sveinn var dæmdur á Nauteyri en brenndur í Arngerðareyrarskógi.

Munnmæli vestra herma að ákveðið hafi verið að flytja hann á Alþingi, en þegar kom í skóginn hafi menn ekki nennt lengra.
Sjá einnig: Selárdalsmál.