Þá var borinn galdri séra Illugi, prestur á Kálfafelli á Síðu. Honum var fyrst dæmdur tylftareiður í héraði en fékk enga eiðmenn. Þá setti höfuðsmaður honum sjöttareið sem hann fékk heldur ekki komið fram. Illugi reið þá norður að Presthólum til föður síns og fékk á þingi þar eiðnum fram komið. Var samt dæmdur frá staðnum og vikið úr embætti.

Mailing list