1631


Jón lærði Guðmundsson dæmdur útlægur af landinum vegna meðferðar á galdrastöfum. Í fórum Jóns fannst lækningakver sem hann viðurkenndi að hafa skrifað og blöð með stöfum og særingum. Var málið reist að frumkvæði Ólafs Péturssonar á Bessastöðum og Jóni haldið í dýflissu, en síðan fór hann til Kaupmannahafnar og fékk málið tekið upp að nýju.

Dæmt í galdramáli sem Benedikt Þorleifsson bar upp á Magnús Sigurðsson í Dalasýslu. Magnúsi var gert að vinna synjunareið heima í héraði. Meira um þetta mál er ekki að finna í alþingisbókum en sumar heimildir herma að Magnús hafi unnið eiðinn.

Mailing list