1633


Á Ströndum snjófennti einn bæ svo djúpt að hann fannst ekki allan veturinn fyrr en um vorið milli krossmessu og fardaga með öllum mönnum þar inni dauðum.

Í annálum er sagt frá norskri hex sem sást á flugi til Snæfellsjökuls og sömuleiðis frá hana sem merkti egg með merki Satúrnusar.

Þetta ár hófst mál séra Einars Guðmundssonar á Stað á Reykjanesi. Kona hans fékk augnverk og hann grunaði að grannar hans, Auðunn Þorsteinsson eða Björn sonur hans, væru valdir að. Einar hafði áður átt í stappi við þá feðga. Málið var flókið og stóð til ársins 1638, en féll sennilega niður á endanum. Eftir séra Einar liggur ritgerð um álfa og bergbúa.

Dæmt á alþingi í máli séra Illuga og tókst honum loks að koma fram eiði.

Mailing list