1635


Kona grunuð um að ala á sér tilbera. Sá orðrómur gekk víða á Kjalarnesi að húsfreyja ein, Álfdís Jónsdóttir, æli á sér tilbera sem hún hafi erft frá móður sinni. Meinuðu sóknarprestar þeirra mæðgunum um altarisgöngu af þessum sökum. Prestastefnu þótti ákæran ógrunduð og enginn gaf sig fram sem sannað gat á þær ryktið. Fengu þær því uppreisn æru en sýslumaður hlaut skammir fyrir.

Bærinn Hlaðhamar í Hrútafirði og innbú allt brann til kaldra kola. Fólk var allt í seli.

Mailing list