1639


Oddur Jónsson úr Rangárþingi dæmdur til hýðingar fyrir stafamyndir og rúnastafi, galdrablöðin voru brennd fyrir vitunum á honum.

Oddur bar sig vel þegar hann var hýddur og heyrðist ekki til hans æðruorð fyrr en reykinn af galdrablöðunum lagði fyrir vitin. Þá sagði hann: „Það veit Kreistur minn, ég þoli það ekki.“

Oddur gekk undir nafninu Sanda-Oddur og hafði átt í málaferlum áður.

Mailing list