1651


Bjarni Pétursson á Staðarhóli, sýslumaður Dalasýslu, kvalinn daga og nætur af verkjum sem læsa sig um allan líkamann og þykir engum blöðum um að fletta að hann sé ásóttur af illum anda. Bjarni var borinn í kirkju í von um fró en það stoðaði lítt. Var hann þá fluttur inn að Hvoli í Hvolsdal þar sem nokkuð bráði af honum.

Svipaður krankleiki þjáði Þorkel Guðmundsson á Borg, sýslumann Húnavatns- og Borgarfjarðarsýslu.

Mailing list