1652


Ari Magnússon sýslumaður í Ögri lést.

Brúðkaup Þorleifs Kortssonar sýslumanns Strandasýslu og Ingibjargar Jónsdóttur á Þingeyrum var haldið með glæsibrag. Þar var margt stórmennið og ríkulega veitt.

Trékyllisvíkurfárið, djöfulleg ásókn á kvenfólk í Trékyllisvík:

„Það haust kom ókyrrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík, með því móti, að opt á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur, en hann hlypi ofan í kverkar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein; fengu það þær kvennpersónur, sem óspilltar píkur voru.“

Mailing list