1654


Þorleifur Kortsson leggur fram 1. júlí á alþingi dóm um Þórð Guðbrandsson sem sakaður er um að vera valdur að djöfulganginum í Trékyllisvík síðustu tvö ár og vill fá að vita hvað beri að gera ef hann fellur á eiði. Úrskurðurinn var á þá leið að Þórður væri réttækur undir frekari rannsókn ef honum dæmdist eiðurinn ósær.

Þrír menn, Þórður Guðbrandsson, Grímur Jónsson og Egill Bjarnason, brenndir um haustið í Strandasýslu fyrir galdragerninga. Linnti þá nokkuð látunum í Trékyllisvík en þau hófust aftur skömmu síðar.

Djöfulleg ásókn á séra Jón Magnússon á Eyri við Skutulsfjörð svo hann hefur litla ró. Gerir sig sá andi í margs líki.

Mailing list