1660


Kötlugos.

Þann 1. maí lýsti Guðrún Magnúsdóttir því yfir á Kaldaðarnesþingi í Strandasýslu að:

 „fyrir hálfu fjórða ári síðan kom að mér óvenjulegur veikleiki svo ég var slegin um koll með skjálfta og ofboðningu fyrir hjartanu og allt mitt hold í ófrið, og þessi veikleiki hefur haldist við mig síðan þótt hlé hafi sumum stundum á orðið, utan nú síðan í vetur í ósjaldnasta máta stóra þvingun af haft. Rök og líkindi til aðsveigunar að mannsvöld muni vera, vænist ég Jóni Bernharðssyni til votts.“

Enn nefndi Guðrún til Halldór Jónsson og var þeim öllum og svo Atla Sigurðssyni stefnt til næsta Kaldaðarnessþings. Málalyktir óþekktar.

Séra Árni Loftsson (vandræðagepill í prestastétt) orðaður við galdragrunsemd. Þorleifur Kortsson kom á þing með eikarspjald með einhverju ristu á sem fannst í sókn sr. Árna. Prestur vildi ekki líða að það væri geymt af sóknarbörnum hans. Hann neitaði þó að láta það í hendur veraldlegra valdsmanna og var biskupi falið að grennslast fyrir um hvort prestur hefði það undir höndum og hvort í því væri nokkuð hneykslanlegt. Árið 1667 var Árna stefnt fyrir galdur af mági sínum Rögnvaldi sýslumanni Strandamanna.

Galdra-Manga hafði ekki enn svarið. Dómurinn um eiðinn stóð og henni var veittur 10 vikna frestur.

Mailing list