1668


Í Trékyllisvík var mikill ókyrrleiki á þessum vetri og einnig í Hrútafirði. Í annálum segir að um vorið hafi drottinn þessu fári náðarsamlegast aflétt.

Það bar til undir jólin að prestur til Ögurs, Björn Þorleifsson, varð fyrir ógurlegri kynjasótt og Þórunn Árnadóttir kona hans jafnvel enn meiri. Þau voru nýlega gift. Göldrum var kennt um veikindin, en þeim létti síðar eftir að gjörðar voru almennar bænir til guðs.

Þennan vetur hófust víðfræg veikindi Helgu, eiginkonu séra Páls í Selárdal.

Mailing list