1669


Árni Pétursson í Barðastrandarsýslu ákærður fyrir að hafa undir höndum kver slæmt. Málinu var vísað heim í hérað árið eftir.

Brenndir Erlendur Eyjólfsson og Jón Leifsson úr Selárdal vestra. Jón var brenndur vestra fyrir að valda veikindum séra Páls í Selárdal, konu hans, börnum og hjúum. Erlendur var dæmdur fyrir að hafa kennt Jóni og fleirum fjölkynngi og galdra. Hann var brenndur í Nesskógi í Vesturhópi.

Slík ærsl gengu þá í Trékyllisvík sem hið fyrra árið og var þar tveim mönnum dæmdur synjunareiður - sjá 1670. Einnig ókyrrleiki í Hrútafirði.

Loftur prestur Jósepsson og Jón yngri Sigurðarson í Einarsnesi skólasveinn í Skálholti lentu í þrætu um Ragnheiði Torfadóttur fósturdóttur Brynólfs biskups. Varð af galdramál og galdurinn eignaður Lofti og Skapta bróður hans. Þeir voru báðir látnir sverja. Jón varð síðar sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu og lét brenna Þorbjörn Sveinsson árið 1677.

Mailing list