1697


Í Tálknafirði á Vestfjörðum dó einn maður, gekk aftur og kvaldi annan mann, gjörði stórar ónáðir á bænum þar sem hann dó. Grafinn upp aftur tvisvar og í seinna sinni kominn á fjórar fætur á grúfu í gröfinni. Þá tekið af honum höfuðið og stungið til saurbæjar. Síðan varð ekki vart við hann.

Það ár voru harðindi fyrir norðan og vestan, sérdeilis í Strandasýslu. Þann sama vetur varð sauðlaust á Ströndum svo fólk lifði þar ei á öðru en sjóföngum sínum mestanpart.

Þá féllu margir snauðir menn og gekk hettusótt. Er mælt að 54 dæi í Trékyllisvík en önnur heimild telur þá 80.

Mailing list