1698


Kom upp mál er Rögnvaldur Sigmundsson sýslumaður á Ströndum og Þorbergur prestur í Vík kærðu Guðmund í Ávík son Vilhjálms sýslumanns Arnfinnssonar um ofsa hans og ill atvik. Gerði Guðmundur óskikkanlegan hávaða við Prestbakkakirkju á 3. dag páska, item hrækti hann til prestsins og sagði svei eltandi hann út og inn og vildi ei af láta. Dæmdur rétttækur hvar sem er af Rögnvaldi sýslumanni og Strandasýsluinnbyggjurum.

Manndauði vegna bjargarskorts í Trékyllisvík, Steingrímsfirði, Bitru og Hrútafirði.

Mailing list