Karla-Magnúsar hringar

Þessir eru þeir níu hjálparhringar, hverja Guð sendi með sínum engli til Leo páfa, hverja hann skyldi færa Karlamagnúsi kóngi til varnar móti óvinum sínum eftir því sem þeir nú ljóslega á vísa hér eftir fylgjandi. In nomine patris et filio et spiritu sancty Amen.

 


Þeir fyrstu þrír eru svo sem hér eftir fylgir:
karlamagnus-hringar1
Þessir fyrstu þrír hringar og sá fyrsti er vörn fyrir öllum fjandans prettum og óvina árásum og hugarvíli; annar fyrir bráðum dauða og niður falli sem og hjartaskelfing allri; þriðji fyrir óvina reiði, að þeir skelfist í hug sínum þá þeir líta mig augum svo þeir doðna og drjúpa niður.


Aðrir þrír hringar eru svo sem hér eftir fylgir:
karlamagnus-hringar2
Þessir aðrir þrír hringar og sá fyrsti er við sverðabiti; annar fyrir apagangi og maður villist ekki; þriðji við reiði höfðingja og allri ofsókn illra manna.


Þriðju þrír hringar eru svo myndaðir sem hér næst eftir fylgir:
karlamagnus-hringar3
Þessir þriðju þrír hringar og sá fyrsti aflar málasigurs í fjölmenni og vinsæli allra manna; annar við öllum ótta; þriðji varnar líkamans löstum og munaðarlífi.

Þessa níu hringa skal bera á brjósti sér eða á annarri hvorri hlið þá maður á von á óvini sínum.

Mailing list