ÍB 383 4to - handritið Huld

Handritið Huld var ritað 1847 af Geir Vigfússyni á Akureyri (d.1880). Eins og margar síðara tíma skræður er uppistaðan safn leturtegunda, bæði leyni- og rúnaletur auk málrúna, alls um 300 stafróf. Geir hefur haft fyrir sér a.m.k. þrjú gömul handrit og nefnir að eitt þeirra hafi verið skrifað á Seltjarnarnesi um 1810. Í síðari hluta bókarinnar er að finna 30 galdrastafi með textum. Alla þá galdrastafi sem hér eru sýndir má finna í bók Halldórs S. Stefánssonar: Galdrastafir og náttúra þeirra, en textinn er þar frábrugðinn.

Image

Image

Ljósm.: Landsbókasafn - Háskólabókasafn.

Mailing list