Sókn á svið þjóðmenningar

Sigurður Atlason og Jón Jónsson
Sigurður Atlason og Jón Jónsson á nýju skrifstofunni
Strandagaldur hefur nú opnað skrifstofu á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu sem stendur við Höfðagötu, á móti Galdrasýningunni og með útsýni yfir hana. Þetta gerist í tengslum við að Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli gengur til liðs við Sigurð Atlason framkvæmdastjóra Strandagaldurs og munu þeir vinna næstu mánuði að ákveðnum framtíðarverkefnum sem snúast um að efla verulega allt fræðastarf á vegum Strandagaldurs, bæði í tengslum við galdra og líka þjóðmenningu almennt. Frekara tíðinda af því er að vænta innan fárra vikna.

Mailing list