Strandagaldur opnar kosningavef

Máladeyfa
Galdrastafurinn Máladeyfa dugar vel í kosningabaráttu
Strandagaldur hefur gengið til liðs við alla frambjóðendur og kjósendur í landinu og tekið saman á sérstökum kosningavef góð ráð sem duga vel í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram næstkomandi laugardag. Þar er meðal annars að finna ráð til frambjóðenda að afla fylgis og að hafa betur í kappræðum. Kjósendur geta leitað ráða til að komandi sveitarstjórnarmenn gangi ekki á bak orða sinna og vinni og dugi vel næsta kjörtímabil. Slóðina inn á kosningavef galdramanna á Ströndum er að finna hér.

Mailing list