Ágætur árangur í júlí

Mjög ágætur árangur náðist í rekstri Galdrasýningar á Ströndum í nýliðnum júlímánuði. Gestafjöldi var meiri en í júlímánuði á síðasta ári sem var metár til þessa en það munaði þó aðeins um það bil 210 gestum. Á það ber þó að líta að Kotbýli kuklarans hóf ekki rekstur fyrr en þann 23. júlí í fyrra. Engu að síður þá má þetta teljast nokkuð góður árangur, en fjórðungur gesta Galdrasýningar á Ströndum heimsækja Kotbýli kuklarans. Það er sérstaklega athyglisvert að minjagripasalan á sýningunum tveimur hefur margfaldast en hlutfall af veltunni vegna minjagripasölu nálgast það að vera helmingur en það er margfalt meira en árin á undan. Miðað við viðskipti fyrstu dagana í ágúst þá stefnir einnig að góðum árangri í rekstri Galdrasýningar á Ströndum í ágústmánuði. Hér að neðan er að sjá gröf sem gefa góða mynd af árangrinum í júlí mánuði þessa árs.

 Image
Velta af minjagripasölu er 46% af heildarveltu

Image
Eins og sjá má þá hefur minjagripasala aukist gríðarlega milli ára

Image
Fjórðungur gesta Galdrasýningar á Ströndum fara í Kotbýli kuklarans

Mailing list