Galdraráðstefna á Ströndum 1. - 2. september

Heilmikil ráðstefna um galdra og samfélag verður haldin dagana 1. - 2. september næstkomandi á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Ráðstefnan er haldin á vegum verkefnisins Vestfirðir á miðöldum, en að því stendur fjöldi stofnanna á sviði fræða og rannsókna og er Strandagaldur ein af þeim. Bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni í Bjarnarfirði sem verður opin öllum sem áhuga hafa á efninu. Dagskráin er birt hér að neðan og allar nánari upplýsingar fást hjá Andreu Harðardóttur í síma 848 2068 og Magnúsi Rafnssyni í síma 451 3384.

Smellið hér fyrir skráningarform

Ráðstefnan ,,Galdrar og samfélag” að Laugarhóli í Bjarnarfirði

Drög að dagskrá

Föstudagur 1. september 2006

 13: 00              Setning ráðstefnu á Galdrasafninu á Hólmavík.

a)      Kynning á safninu > Sigurður Atlason
b)      Kynning á svæðinu > Jón Jónsson

14:30               Haldið að Laugarhóli, gestir koma sér fyrir.

 Fyrirlestrar:

16:00               Inngangur > Torfi H. Tulinius, Háskóli Ísland > Ráðstefnustjóri
16:10               Neil Price,  Universititet i Oslo: „The archaeology of magic in Viking Age Scandinavia
16:50               Helga Kress, Háskóla Íslands: „Óþarfar unnustur áttu.” Um samband karlmennsku, kvennafars og fjölkynngi í Íslendingasögum.
17:30               Sverrir Jakobsson, Háskóli Íslands: „Galdur og forspá í ríkisvaldslausu samfélagi“

19:00               Matur

 20:30               Heimsókn í Kotbýli kuklarans.

 Laugardagur 2. september 2006

10:00               Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur: „Hvað er tröll nema það?“
10:40               Már Jónsson, Háskóla Íslands: „Ákvæði Jónsbókar um galdra: uppruni og áhrif“

 11:20               Kaffi

11:40               Stephen A. Mitchell, Harvard University: "The 'pactum cum diabolo' and Nordic Witchcraft"
12:20               Rune Blix Hagen, Universitetet i Tromsø > „Shamanism, Sami magic and witch-trials in Arctic Norway during the 17th Century“

 13:00               Matur

14:00               Helgi Þorláksson, Háskóla Íslands >  ,,Uppsprettur brunnur alls djöfuls í þeirri sveit. Vestfjarðakjálkinn, galdramál og Brynjólfur biskup.”
14:40               Dr. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur > ,,Meingjörð eða góðgjörð – til hvers er galdur?”

 15:20               Kaffi

 15:40               Magnús Rafnsson, Strandagaldri > ,,Hvaða galdur? Ólík viðhorf alþýðu og yfirvalds.”

16:20               Samantekt og almennar umræður.

 9:00               Hátíðarkvöldverður

22:00               Megas og Súkkat  (Aðgangseyrir verður ca. 500-1000 kr.)

 

Sunnudagur 3. september 2006

 

 Frjálst val.  (Ferðin er ekki á vegum ráðstefnuhaldara. Þeir sem hyggjast taka þátt í henni, verða að gera ráð fyrir einhverjum kostnaði).

 10:00-15:00                 Ferð í Djúpavík og Trékyllisvík á slóðir Guðsgjafarþulu.

Gestum gefst kostur á gistingu að Laugarhóli í Bjarnarfirði. Þeim er einnig bent á aðra gistimöguleika í nágrenninu.

Ferðaþjónustan Kópnesbraut 17, Hólmavík. S. 451-3117
Ferðaþjónustan Kirkjubóli S. 451-3474, 693-3474
Gistiheimilið Borgarbraut 4, Hólmavík S. 451-3136
Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi S. 451 3230

Mailing list