Komdu og kynnstu göldrum Stranda

Við Galdrasafnið á Hólmavík Við mælum með galdraferð á Strandir í sumar til að njóta alls þess sem héraðið hefur upp á að bjóða. Hér að neðan er að finna tillögur um hvernig  hægt er að nýta heimsóknina sem best og upplifa Strandir. Heimsókn á sýningar Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og Kotbýli kuklarans  Bjarnarfirði er nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Það eru sýningar sem hafa orð fyrir að vera á heimsmælikvarða og eitt er víst að viðfangsefnið er mjög óvenjulegt. Strandagaldur hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir starf sitt, m.a. Eyrarrósina 2007, sem eru verðlaun fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, og sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu. Á Galdrasafninu á Hólmavík getur þú lent inn á sérstakar uppákomur hvenær sem er og upplifað óvenjulegt andrúmsloft.

Strandir er ekki eingöngu svæði þar sem hægt er að kynnast göldrum og forynjum. Rekafjara á StröndumÞar er einnig hægt að njóta stórkostlegrar náttúru og upplifað hana á ykkar eigin forsendum. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera alltaf innan um fjölda fólks, heldur notið þess að vera ein í náttúrunni eða njóta hennar með fjölskyldu eða vinum. Fjöruferð á Ströndum er engum öðrum fjöruferðum lík. Á Ströndum eru fjörur af öllum stærðum og gerðum, sumar fullar af rekaviði og nokkuð víst að fjörugt fuglalífið við ströndina heldur uppi mikilli sinfóníu, fyrir þá sem leggja við eyru og vilja heyra.

Sundlaugar er að finna víða, á Hólmavík, Drangsnesi og Bjarnarfirði. Sundlaugin í Bjarnarfirði er blönduð heilögu vatni sem Guðmundur góði blessaði á öldum áður. Ekki má gleyma Krossneslaug í Árneshreppi. Sú sundlaug er engri annarri lík þar sem hún er í fjöruborðinu, með himinhátt Krossnesfjallið við aðra höndina og ólgandi Atlantshafið á hina. Það er mikil upplifun að fylgjast með sólarlaginu af bakka Krossneslaugar á fögru síðsumarkvöldi, þar sem hún sest ofan í hafflötin.

Lundi í Grímsey á SteingrímsfirðiHeimsókn í Grímsey á Steingrímsfirði er nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þangað eru siglt frá Drangsnesi, rétt um 10 mínútna sigling og ganga um eyjuna er mögnuð reynsla. Lunda er þar að finna í tugþúsunda tali og aðrir sjófuglar fljúga um og ala önn fyrir sér og sínum. Það eru fáir staðir á landinu sem láta mann finnast vera jafnmikinn hluta af náttúrunni og Grímsey.

Hvalablástur á SteingrímsfirðiÁ ferð um Steingrímsfjörð getur verið mjög athyglisvert að hafa auga með firðinum. Það líður vart sá dagur að ekki sjái til hvala lóna um fjörðinn og helst hrefnur og hnúfubakar. Aðrar hvalategundir sjást einnig öðru hvoru. Í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð stendur yfir fornleifarannsókn á minjum erlendra hvalveiðimanna frá 17. öld. Það er spennandi verkefni sem skemmtilegt er að kynnast nánar. Í Hveravík er einnig að finna örverur í heitri vatnsuppsprettu, óvenjulegar hitaþolnar flær sem finnast ekki annarsstaðar.

Frá keppni í hrútaþukliSauðfjársetur á Ströndum er einnig við Steingrímsfjörð, aðeins í 10 mínútna akstri suður af Hólmavík. Þar er skemmtileg sýning um sauðfjárbúskap. Auk þess er þar kaffistofa og aldrei að vita nema þú dettir inn á einhverja skemmtilega dagskrá, t.d. furðuleika, þar sem keppt er í allskyns óvenjulegum og furðulegum greinum. Það er líka hægt að fylgjast með eða taka þátt í svokölluðu meistaramóti í hrútaþukli sem er haldið á Sauðfjársetrinu hvert sumar.

Djúpavík kúrir undir Háafelli
Djúpavík undir Háafelli
Fleiri sýningar er að finna á Ströndum. Í síldarverksmiðjunni í Djúpavík er sýning um síldarárin en ferð með leiðsögn um þessa risastóru verksmiðjubyggingu er athyglisverð, ekki síst vegna skemmtilegrar frásagnartækni leiðsögumannsins.

Djúpavík sem slík er raunar stórkostleg sýning út af fyrir sig með skrítna sögu sína og minjum í hverju skúmaskoti.

Frá GjögriSama má segja um Gjögur sem er í sama firði. Húsaþyrping með fallegum gömlum húsum sem byggð voru meðan útræði stóð sem hæst frá Gjögri.

Í Trékyllisvík er Minja- og handverkshúsið Kört sem ætti að vera skylda að heimsækja. Það er safn sem fjölskylda þar í sveitinni hefur komið upp, safnað ótal minjum úr Árneshreppi og byggt um það hús úr rekaviði.

Í Norðurfirði eru áætlunarferðir á Hornstrandir og þær er einnig hægt að nýta sem dagsferð. Til dæmis sigla á Hornbjarg og til baka eða fara úr bátnum í Reykjarfirði nyrðri og til baka aftur síðar um daginn.

VarðaGönguleiðir fyrir alla er nánast við hvert fótmál og of langt mál að telja upp alla möguleikana í þeim efnum. En svo mikið er víst, að það finna allir eitthvað við sitt hæfi á Ströndum. Jafnt rólegar rómantískar stundir í fjörunni eða krefjandi fjallgöngur eða stórar hátíðir og ekki sakar að Galdrasýning á Ströndum er einnig á svæðinu.

Tenglar:

Gististaðir
Ferðaþjónustan á Kirkjubóli, Steingrímsfirði
Gistiheimilið Borgabraut 4, Hólmavík
Sundhani, gistihús Drangsnesi
Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi
Ferðaþjónustan Bær III, Steingrímsfirði
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði
Hótel Djúpavík, Reykjarfirði
Gistiheimilið Bergistanga, Norðurfirði

Sýningar og söfn
Sauðfjársetur á Ströndum
Galdrasafnið Hólmavík
Kotbýli kuklarans, Bjarnarfirði
Sögusýning Djúpavíkur
Minja- og handverkshúsið Kört, Trékyllisvík

Veitingar
Sauðfjársetur á Ströndum
Café Riis, Hólmavík
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði
Hótel Djúpavík, Reykjarfirði

Skipulagðar ferðir
Sundhani, ferðir í Grímsey
Freydís, ferðir á Hornstrandir frá Norðurfirði

Upplýsingar
Upplýsingamiðstöð ferðamála Hólmavík
strandir.is - fréttavefur á Ströndum

Mailing list