Sagnakvöldin ganga þrusuvel

ImageSagnakvöldin Álfar og tröll og ósköpin öll sem fara fram á Galdraloftinu á Hólmavík öll fimmtudags-, föstudags-, og laugardagskvöld það sem eftir lifir sumars hafa gengið afskaplega vel.  Að sögn Sigurðar Atlasonar sagnamanns og umsjónarmanns kvöldanna þá hefur verið mjög góðmennt á öllum sýningunum og allir skemmt sér vel að honum meðtöldum. Sigurður bregður sér í gerfi fjölda sögupersóna, karlkyns og kvenkyns af þessum heimi og öðrum og hendist milli sagnaveralda í ríflega klukkustund. Sýningar hefjast klukkan 21:00. Sýningarplanið í sumar er hægt að skoða með því að smella hér, en miðapantanir eru í síma 451 3525. Kristín S. Einarsdóttir brá sér á frumsýninguna fyrir viku og smellti af meðfylgjandi myndum á milli hláturroka.

Image

Image

Image

Image

Image

 

Mailing list