Auglýst eftir forstöðumanni Þjóðtrúarstofu

Image Strandagaldur óskar eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Þjóðtrúarstofu á Ströndum. Um er að ræða nýtt fræðasetur á Hólmavík á sviði þjóðfræði sem forstöðumaður tekur þátt í að móta og þróa. Stefnt er að ráðningu annarra starfsmanna strax á þessu ári í náinni samvinnu við forstöðumann. Helstu  verkefni Þjóðtrúarstofu verða rannsóknir og miðlun menningararfsins í samvinnu við fjölda ólíkra aðila, mennta- og menningarstofnana. Þá verður unnið að uppbyggingu menningar- og menntatengdrar ferðaþjónustu, skráningarverkefnum tengdum þjóðfræði og sagnfræði, námskeiðahaldi og kennslu og umsjón höfð með upplýsingamiðstöð um íslenska þjóðtrú. Auglýsinguna má nálgast með því að smella hér.

Mailing list